Bleiki dagurinn var haldinn hátíðlegur í GF í dag.
Nemendaráð skipulagði skemmtun fyrir allt starfsfólk og nemendur skólans. Í boði voru allskyns stöðvar þar sem bleikur litur og bleika slaufan voru í aðalhlutverki. Á meðal stöðva sem boðið var upp á voru andlitsmálun, bókamerkjagerð, vinabandagerð, barmnælu hönnun, hönnunarvinna þar sem áhersla var lögð á að nemendur hönnuðu nýja bleika slaufu, perlustöð og litastöð þar sem nemendur lituðu bleiku slaufuna.
Einnig setti allt starfsfólk og allir nemendur skólans sitt handafar á bleikar slaufur sem príða nú glugga að neðanverðu í skólanum okkar.
Óhætt er að segja að mikil gleði hafi ríkt í skólanum okkar og nemendur og starfsfólk hafi farið endurnært inn í helgina.
Hér má sjá myndir