Útkennsla og útinám

Í vetur hafa nemendur í 3. og 4. bekk verið í útinámi einu sinni í viku. Stefnt er að því að útvíkka útikennslu við skólann og að skólaárið 2023-2024 verði útinám í 1. - 7. bekk einu sinni í viku í 80 mínútur í senn. Í undirbúningi er að útbúa betri aðstöðu í skóginum ofan við skólann. Mikill áhugi er fyrir frekari skrefum í útikennslu og útinámi. 

Hvað er útikennsla og útinám? Útkennsla er það sem kennarinn kennir og útinám það sem nemandinn lærir. Útikennslu má skipta upp í þrjá flokka: Vettvangsferðir, grenndarkennslu og staðtengt nám. 

Af hverju útikennsla og útinám?

  • Fjölbreyttari kennsluhættir​

  • Skynjun á umhverfið​

  • ​​Nýta öll skynfæri​

  • Aukin umhverfisvitund og sjálfsvitund ​

  • Ólíkar þarfir nemenda ​

  • Auðveldara og áþreifanlegra fyrir suma nemendur​

  • Fara útfyrir hefðbundna kennaraímynd

  • Kynnast nærumhverfi sínu​

  • Styrkari sjálfsmynd og meira frumkvæði​

  • Bættur námsárangur​

  • Meiri hreyfing og aukin tengsl við náttúruna​

  • Fjölmennir bekkir​

  • Einstaklingsmiðað nám​

  • Félagsleg tengsl

 

Tenging við námskrá

Í greinasviðs hluta aðalnámskrárinnar er víða talað um útikennslu og vettvangsferðir og að það þurfi að tengja námið við veruleikann utan kennslustofunnar. Þessar áherslur eru mest áberandi í list- og verkgreinum, skólaíþróttum, samfélagsgreinum og náttúrugreinum, en á einnig við í öðrum greinum. ​Nokkuð víst er að mörgum hæfniviðmiðum aðalnámskrárinnar verður ekki náð eingöngu með kennslu inn í skólabyggingunni.

 Tenglar

Útikennsla

Kennsluhugmyndir

Miðstöð útkennslu og útináms

Lesefni um útikennslu'

 

 

Útikennsla