Skólaráð Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar

Skólaráð GF

Samkvæmt grunnskólalögum skal starfa skólaráð við grunnskóla sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Í 8. gr.laga um grunnskóla nr. 91/2008 segir:

„Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólanefnd, sbr. 6. gr., getur með samþykki sveitarstjórnar falið skólaráðum einstakra skóla ákveðin verkefni þessu til viðbótar. Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks í viðkomandi skóla, tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum foreldra, auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráð velur að auki einn fulltrúa grenndarsamfélags til að sitja í ráðinu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra. Auk þess skal skólastjóri boða til sameiginlegs fundar skólaráðs og stjórnar nemendafélags að lágmarki einu sinni á ári.”

Mikilvægt er að fulltrúar nemenda, foreldra og starfsmanna í skólaráði séu í góðu sambandi við þá sem þeir eru fulltrúar fyrir og stuðli þannig að málefnalegri og uppbygglegri umræðu um skólastarfið á hverjum tíma.

Skólaráð Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar skólaárið 2024-2025 skipa:

  • Fulltrúar kennara: Gréta Björg Ólafsdóttir og Jakobína Gunnarsdóttir.  
  • Fulltrúar nemenda:  María Lind Guðmundsdóttir og Vöttur Þeyr Ívarsson eru aðalmenn. Emma Björg Heimisdóttir er varamaður
  • Fulltrúi starfsmanna: Guðfinna Erlín Stefánsdóttir 
  • Fulltrúar foreldra: Helga Jóna Guðmundsdóttir M. og Svava Gerður Magnúsdóttir
  • Fulltrúi grenndarsamfélags: Jóna Kristín Sigurðardóttir

Skólastjórnendur:

  • Anna Marín Þórarinsdóttir, skólastjóri
  • Eygló Aðalsteinsdóttir, skólastjóri

Fundargerðir skólaráðs

29. nóvember 2022

21. febrúar 2023

10. maí 2023

21. október 2024

Hér má sjá allar upplýsingar um skólaráðið og hvernig því skal skipað. 

Hér er myndband frá Reykjavíkurborg um skólaráð og hlutverk þess.