Ungmennaráð

Ungmennaráð eru formleg ráð ungs fólks sem tjá sig sem fulltrúar ungmenna í samfélaginu. Helsta starf ungmennaráða sveitarfélaganna er að koma skoðunum sínum sem varða sveitarfélagið á framfæri, auk þess að vera vettvangur þar sem ungmenni geta haft áhrif á þau málefni sem þau telja mikilvæg. 

Einstaklingar í ungmennaráði þurfa að búa yfir góðri lykilhæfni:

- Geta tjáð sig og miðlað upplýsingum.

- Geta unnið úr upplýsingum á gagnrýnan hátt. 

- Geta unnið sjálfstætt, unnið með öðrum og undir leiðsögn. 

- Geta nýtt ýmsa miðla í þekkingarleit og nýtt upplýsingar á ábyrgan, skapandi og gagnrýnin hátt. 

- Bera ábyrgð á eigin vinnubrögðum. 

Fulltrúi í ungmennaráði Fjarðabyggðar úr Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar 2022-2023 er Emilía Björk Ulatowska og Krystian Turin til vara.

Nýlega var tekið upp að borga fulltrúum í ungmennaráði fyrir hvern setinn fund. Það er gert til að fá meiri og virkari þátttöku unglingana í ráðinu. 

Handbók ungmennaráða sveitafélaganna