Mikil áhersla er á að nemendur fái að blómstra í skólastarfinu og tileinki sér hugarfar grósku og þ.a.l. þrautseigju. Við leggjum mikið upp úr því að segja sögur af fólki sem nær markmiðum sínum þrátt fyrir erfiðleika og þarf þar af leiðandi að leggja mikið á sig. Leiðsagnarnámið er mikilvægur hluti af öllu skólastarfinu.
Vaxtarhugarfar (e. growth mindset) er trúin á það að við getum með vinnusemi, dugnaði og með hjálpa annarra þróað hæfileika okkar og hæfni. Hins vegar felur fastmótað hugarfar (e. fixed mindset) í sér að við getum ekki haft áhrif á hæfileika okkar og hæfni.
Rannsóknir benda til þess að vaxandi hugarfar hafi jákvæð áhrif á áhugahvöt okkar, geri okkur kleift að einbeita okkur, að við gefumst síður upp og að árangurinn verði betri.
Mynd: https://coding-boot-camp.github.io/full-stack/web-development/growth-mindset