Reglur GF á fótboltavellinum
Reglurnar gilda líka um þá sem eru áhorfendur. Í Mentor er nú hægt að skrá gul og rauð spjöld í frímínútum. Dómarar á vellinum stjórna og nemendur skulu fylgja fyrirmælum þeirra í einu og öllu.
Æskileg hegðun á vellinum
- Hvetja liðsfélaga áfram
- Brosa og hafa gaman
- Nota vaxtarhugarfar
- Fara í þau lið sem dómarinn ákveður og fara að hans fyrirmælum
- Hrósa fyrir það sem vel gert
- Biðjast afsökunar þegar við gerum mistök
- Bera virðingu fyrir öllum, líka þeim sem æfa ekki fótbolta
- Sýna því skilning að dómarar gera mistök eins og aðrir
Dómarar fylgjast sérstaklega með ókurteisi, dónaskap og grófum leik (tæklingum).
Á vellinum viljum við hafa jákvæða leiðtoga sem hrósa og fá alla í liðinu með sér á jákvæðan hátt.
Ef nemandi rífur kjaft er það umsvifalaust gult spjald.
Ef nemandi rífur kjaft, er dónalegur eða beitir ofbeldi er það umsvifalaust rautt spjald.
- Uppsöfnuð 2 gul spjöld er eins leiks bann í næstu frímínútum.
- Uppsöfnuð 7 gul er tveggja leikja bann.
- Uppsöfnuð 10 gul er þriggja leikja bann.
- 2 gul í sama leiknum er rautt spjald og þá eins leikja bann.
Beint rautt er tveggja leikja bann.
Beint rautt í annað sinn er þriggja leikja bann.
Öll spjöld fyrnast á tveggja mánaða fresti
Ef nemandi fær spjald vegna óæskilegrar hegðunar er það skráð í Mentor af ritara og umsjónakennari upplýstur um það.
Umsjónakennari lætur foreldra vita ef nemandi er settur í bann á fótboltavellinum vegna uppsafnaðra spjalda