Námsmat í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar (GF) fylgir áherslum sem kynntar voru með nýrri Aðalnámskrá grunnskóla 2011/2013. Í henni birtist heildarstefna stjórnvalda í menntamálum sem byggir á lögum um grunnskóla nr. 91/2008. Samkvæmt Aðalnámskrá er skólum skylt að marka sér stefnu í skólamálum sem birtist í skólanámskrá. Í GF er lögð áhersla á einstaklingsmiðað nám, fjölbreytta kennsluhætti og vel skilgreint námsmat. Hæfniviðmið Aðalnámskrár í hverri grein fyrir sig er sá grundvöllur sem nám, kennsluhættir og námsmat eiga að byggja á. Í skólanámskrá kemur fram hvaða hæfniviðmið og matsviðmið liggja til grundvallar í hverri námsgrein enda eiga nám, kennsla og námsmat að haldast í hendur.
Sjá nánar í þessu skjali:
Námsmat GF