Innra og ytra mat

Í 35. grein laga um grunnskóla nr. 91/2008 segir orðrétt:  

 Markmið mats og eftirlits með gæðum starfs í grunnskólum er að:

    a. veita upplýsingar um skólastarf, árangur þess og þróun til fræðsluyfirvalda, starfsfólks skóla, viðtökuskóla, foreldra og nemenda,
    b. tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrár grunnskóla,
    c. auka gæði náms og skólastarfs og stuðla að umbótum,
    d. tryggja að réttindi nemenda séu virt og að þeir fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á samkvæmt lögum.

Hvað er innra mat? Hér er góð samantekt frá Eydísi Ósk, leiðtoga gæðaráðs við skólann. Leiðbeiningar um innra mat grunnskóla má finna hér

Unnið er að áætlun um innra mat fyrir næstu fimm ár.  Hún mun liggja fyrir í apríl. Í þeirri áætlun er leitast við að að allt matið spegli allt skólastarfið frá mörgum sjónarhornum. Mikil áhersla er á að fá alla að borðinu í umbótavinnunni því allt skólasamfélagið er sterkara saman. Við skólann starfar sérstakt teymi sem vinnur að innra mati. 

Meðal þátta í innra mati veturinn 2022 - 2023

 

NEMENDAHLUTI SKÓLAPÚLSINS

Nemendahluti Skólapúlsins í nóvember 2022 (6. - 10. bekkur) - YFIRLITSNIÐURSTÖÐUR - Sett inn 10. janúar

Nemendahluti Skólapúlsins í nóvember 2022 (6. - 10. bekkur) - HEILD MEÐ SPURNINGUM - Sett inn 10. janúar

 

Helstu niðurstöður hafa verið kynntar fyrir nemendum, skólaráði og starfsfólki. Helstu niðurstöður eru grænar ef svo má segja. Í flestum þáttum erum við að þokast í rétta átt að landsmeðaltali. Það sem gleður okkur sérstaklega er að nemendum líður betur í skólanum og þar erum við komin yfir landsmeðaltal.  Agi í kennslustundum og þrautseigja eru dæmi um hluti sem við þurfum að gera betur.

Allir hafa komið að umbótaáætlun og komið með hugmyndir til úrbóta. Skólaráð, nemendaráð, allir nemendur 5. - 10. bekk og starfsfólk skólans. 

Helstu hugmyndir til úrbóta er að finna  hér 

Úrbótaáætlun vegna Skólapúlsins má finna  hér 

 

FORELDRAHLUTI SKÓLAPÚLSINS

Foreldrahluti Skólapúlsins í mars 2023 - YFIRLITSNIÐURSTÖÐUR - Sett inn 8. mars 2023

Foreldrahluti Skólapúlsins í mars 2023 - HEILD MEÐ SPURNINGUM - Sett inn 8. mars 2023

 

NEMENDAKÖNNUN OLWUES 

 

Nemendakönnu Olweus í janúar 2022 - niðurstöður liggja fyrir fljótlega

 

YTRA MAT

Hvað er ytra mat? Hér eru upplýsingar um ytra mat. Skýrsla um ytra mat Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar var sett fram í október 2019. 

YTRA MAT GRUNNSKÓLA - GRUNNSKÓLI FÁSKRÚÐSFJARÐAR - OKTÓBER 2019 

Úbótaáætlun vegna ytra mats 2019 má sjá hér

Eftirfylgni ytra mats 2022-2023 og staða úrbóta í byrjun febrúar 2023 má sjá hér

Samvæmt Menntamálastofnun erum við á réttri leið: 

14. febrúar 2023.

Menntamálastofnun hefur móttekið og farið yfir framkvæmd umbótaáætlunar Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar skólaárið 2022-2023. Við þökkum fyrir upplýsingarnar og lýsum yfir ánægju með markvissa vinnu. Samkvæmt framvinduskýrslu er skólinn vel á veg kominn með að innleiða umbætur og má því gera ráð fyrir að eftirfylgd ljúki vorið 2024 þar sem óskað verður eftir lokaskýrslu um framkvæmd og mat á ávinningi aðgerða í umbótaáætlun."