Námsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafi Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar er Sigrún Eva Grétarsdóttir og starfar hún á öllum skólastigum.

Viðtal við náms- og starfsráðgjafa stendur öllum nemendum skólans til boða.  Nemendur og forráðamenn þeirra geta óskað eftir viðtali hvenær sem er en auk þess geta umsjónarkennarar, sérkennarar, deildarstjórar og nemendaverndarráð vísað nemendum til námsráðgjafa. Náms- og starfsráðgjafi er málsvari nemenda og trúnaðarmaður og aðstoðar nemendur við að leita lausna á sínum málum.

Viðtalstímar eru mánudaga og þriðjudaga eftir samkomulagi bæði fyrir nemendur og forráðamenn. Nemendur og forráðamenn þeirra eru hvattir til að nýta sér þjónustu náms- og starfsráðgjafa. Námsráðgjafi er bundinn trúnaðarskyldu varðandi allar upplýsingar sem hann fær um nemendur og/eða nemendahópa.

 

Sími: 475-9020

Netfang: sigruneg@skolar.fjardabyggd.is  

 

Helstu verkefni námsráðgjafa:

  • Að aðstoða nemendur og ráðleggja varðandi námstækni, námsaðferðir, lestraraðferðir, prófundirbúning, skipulagningu tíma og áætlanagerð
  • Að veita nemendum stuðning og ráðgjöf vegna tímabundinna erfiðleika og áfalla
  • Að veita nemendum persónulega ráðgjöf og stuðning vegna erfiðleika í einkalífi
  • Að vinna að eineltismálum samkvæmt eineltisáætlun skólans og í samstarfi við umsjónarkennara, deildarstjóra og annað starfsfólk eftir því sem við á
  • Að miðla upplýsingum til nemenda og forráðamanna um möguleika og framboð á námi og störfum að grunnskóla loknum
  • Að aðstoða nemendur við að gera sér grein fyrir áhugasviðum sínum og meta hæfileika sína raunsætt miðað við nám og störf
  • Að skipuleggja náms- og starfsfræðslu í skólanum
  • Að sitja í nemendaverndarráði skólans og vinna í nánu samstarfi við umsjónarkennara og annað starfslið skólans auk skólasálfræðings og annarra sérfræðinga er koma að málefnum nemenda
  • Að sitja í áfalla- og eineltisteymi skólans og vinna eftir áætlunum skólans þegar þörf er á