Myndræn framsetning á brotum á skólareglum GF

 

Brot á skólareglum GF

Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar hefur sett sér viðmið vegna brota á skólareglum og skipt þeim í þrjá flokka eftir alvarleika brotanna. Flokkarnir eru ekki endanlegt yfirlit yfir agabrot en hjálpa til við að greina alvarleika brota.

Almenn viðbrögð við agavandamálum

  • Umsjónarkennari ræðir við nemendahópinn sinn um skólareglur og umgengni og gerir hópinn samábyrgan fyrir góðum bekkjaranda og hvetjandi námsumhverfi.
  • Bekkjarreglur/sáttmáli skal vera sýnilegur á veggjum í hverri heimastofu.
  • Hver kennari tekur á agamálum hjá sínum nemendum og lætur umsjónarkennara vita af hegðunarvandkvæðum ef hann telur þörf á því.
  • Þegar um brot í appelsínugula flokkinum er að ræða skulu foreldrar vera upplýstir um þau af umsjónakennara í tölvupósti eða síma ásamt því að þau eru skráð í Mentor.
  • Þegar um brot í rauða flokkinum er að ræða skulu foreldrar vera upplýstir af umsjónakennara eða skólastjóra um þau í síma ásamt því að þau eru skráð í Mentor.

Þrátt fyrir að Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar hafi myndað sér verklag fyrir brot á skólareglum verðum við að muna:

  • Að við vinnum eftir uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar í okkar skólastarfi þar sem lögð er áhersla á sjálfsskoðun, uppbyggileg samskipti, kennslu sjálfsaga og sjálfstjórn í samskiptum.
  • Uppbyggingarstefnan miðar að því að finna leiðir til lausnar á ágreiningsmálum:
    • Að við stjórnumst af innri hvötum frekar en ytri.
    • Að skoða hvernig við viljum vera, frekar en hvað við erum að gera.
    • Að hjálpa nemendum að skapa aðstæður til að geta leiðrétt og bætt fyrir mistök sín, gera betur svo þeir geti snúið aftur til hópsins með aukið sjálfstraust.
    • Miðað er að því að finna þörfina bak við það sem við erum að gera og því er nemendum kennt að taka ábyrgð á eigin orðum og gerðum.
    • Þar sem uppbygging góðs skólabrags og anda er samvinnuverkefni foreldra/forráðamanna og skóla óskar Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar eftir því að foreldrar/forráðamenn verði í góðu samstarfi með að framfylgja skólareglum og viðurlögum við þeim.