BRAS

Vá... flottur píramídi ;)
Vá... flottur píramídi ;)

Viðburðir í tengsum við menningahátíðina BRAS eru í grunnskólum Fjarðabyggðar þessa dagana. Hér má sjá kynningu á smiðjum sem eru í gangi í dag fyrir miðstig.

Ritlist

Leiðbeinandi: Viktoría Blöndal

Hvort sem þú hefur áhuga á tölvuleikjum, ævintýrum eða teiknimyndasögum þá byggir allt á sögum. Búum til furðuverur og látum þær lifna við.

 Þvers og Kruss

Leiðbeinandi: Hanna Jónsdóttir

Við grípum spilastokk og göngum þvers og kruss. Á spilunum er að finna óvæntar kveikjur og ýmis spennandi örverkefni sem við leysum saman á labbi okkar um umhverfið.

Námskeiðið þjálfar okkur í að örva ímyndunaraflið og styrkja tengslin við náttúruna. Það er því mikilvægt að klæða sig eftir veðri.

Sirkuslistir

Leiðbeinandi: Hringleikur

Meðlimir úr sirkuslistahópnum Hringleik kenna undirstöður í sirkuslistum.

Skemmtilegt námskeið sem eykur líkamsvitund og hreyfifærni á skapandi hátt.