Myndsímtal við konu í sóttkví
Krakkarnir í 2. og 3. bekk fengu smá fræðslu um Covid 19 og eftir það spjölluðu þau við konu sem er á 6. degi í sóttkví.
Krakkarnir voru búinir að undirbúa spurningar fyrir myndsímtalið. Þau spurðu hana meðal annars út í hvernig hún hefði það í einangruninni og komust að því að hún hefði það bara ansi gott, hún er ekki með veiruna en samstarfskona hennar greindist með veiruna. Hún getur unnið í gegnum tölvuna og foreldrar hennar færa henni matvörur en hún á nægan klósettpappír. Þegar hún losnar úr einangruninni hlakkar hún mest til þess að hitta fólkið sitt og fara í matarboð.