Í desember fengum við til okkar farkennara frá Danmörku sem heitir Vibeke. Hún er búin að heimsækja alla skóla í Fjarðabyggð og kenna dönsku með þeim dönskukennurum sem þar starfa. Hún kom með allskonar skemmtilegar hugmyndir inn í dönskukennsluna og aðaláherslan hjá henni var að auka áhuga nemenda og að fá þau til þess að reyna að tjá sig á dönsku.
Þetta gekk framar öllum vonum og við vorum hæstánægð að fá hana til okkar.
Hér má sjá Vibeke ásamt Eydísi Ósk og Elsu sem kenna dönsku í 7. - 10. bekk