Nemendur í 5. og 6. bekk eru að vinna verkefni í samfélagsfræði um veru franskra sjómanna hér á Fáskrúðsfirði og þær minjar sem þeir skyldu eftir hér í firðinum fagra. Hluti af verkefninu var að heimsækja franska safnið hér í bæ.
Fjóla Þorsteinsdóttir, safnvörður, tók vel á móti nemendum og sagði þeim m.a. sögur af sjómönnunum og þeirri lífsbaráttu sem þeir þurftu að há. Að sögn Fjólu voru nemendur algjörlega frábærir.
Myndir frá heimsókninni má sjá hér. Á fésbókarsíðu Fjólu má sjá nemendur syngja á frönsku.