Námskeið í fósturfjölskylduöflun hjá AFS
Þegar að þemað “fjölbreytileikinn” varð fyrir valinu fyrir þemadagana á haustönn fannst umsjónarteymi unglingastigs sniðugt að kynna AFS fyrir nemendum unglingastigs. AFS eru friðarsamtök þar sem skiptinemar, fjölskyldur og sjálfboðaliðar vinna markvisst að því að tengja saman menningarheima.
Umsjónarkennari 9. og 10. bekkjar ákvað að senda línu á skrifstofu AFS og fá hjá þeim glærukynningu sem notuð er fyrir skólakynningar. Úr því spannst svo umræða um það að stofna Austurlandsdeild fyrir AFS til þess að reyna að efla landshlutann í því að senda og taka á móti skiptinemum. Eftir að hafa tekið vel í það var ákveðið að senda fólk á námskeið í fósturfjölskylduöflun í Lettlandi og Eydís Ósk fékk þá boð um að fara á það.
Námskeiðið var haldið dagana 1.- 5. febrúar og þar var ýmislegt áhugavert og nytsamlegt kynnt fyrir þátttakendum sem mun bæði nýtast í fósturfjölskylduöflun fyrir AFS og jafnframt í kennslu. Til dæmis hvernig nota megi sögur (storytelling) til þess að vekja meiri áhuga nemenda á viðfangsefnum/námsefni. Hér fylgja nokkrar myndir af námskeiðinu því að myndir segja meira en þúsund orð.