Í gær, miðvikudag, kom hjúkrunarfræðingur á vegum Heilsulausna og hélt klukkustundar fyrirlestur fyrir nemendur í 8. - 10. bekk. Fræðslan var hluti af aðgerðaráætlun forvarnarteymis Fjarðabyggðar. Helstu umfjöllunarefni voru m.a.:
- Af hverju prófar fólk vímuefni?
- Fíkn sem sjúkdómur.
- Áhrif vímuefna á líf, heilsu og huga.
- Fjallað var sérstaklega um:
- Áfengi.
- Kannabisefni.
- Nikótín.
- Orkudrykki.
- Af hverju er hættulegra að nota vímugjafa þegar maður er ungur?
- Hverjir eru ungmenni í meiri áhættu á að leitast út í vímuefnanotkun?
- Hvert er hægt að leita ef einhver vill hætta að nota vímuefni?
- Hvað gerir maður ef manni eru boðin vímuefni?
- Sjálfsmyndin og aðferðir til þess að styrkja hana.
- Verndandi þættir gegn áhættuhegðun.
- Styrkleikar. Gildi í lífinu og mikilvægi þess að taka afstöðu um þessi mál.
Myndir frá fræðslunni má sjá hér.