Nemendur 4. og 5. bekk í jólastuði
Einn fagran morgun í síðustu viku fóru nemendur í 4. og 5. bekk í gönguferð og enduðu við jólatréð í Fjölskyldugarðinum.
Sjá skemmtilegt myndband með því að klikka hér !
Það var kalt og rosalega stillt veður og bergmálaði jólasöngurinn í fjallgarðinum. Þegar nemendur komu til baka í skólann beið þeirra heitt súkkulaði og vöflur.
Hólfaskipting vegna covid gerir það að verkum að ekki var hægt að hafa árlegt jólakvöld og jólaballið verður hólfaskipt. Reynt er að hafa skólastarfið með sem eðlilegustum hætti og við sleppum engu varðandi jólahefðirnar, allt er bara framkvæmt með öðru sniði en venjulega. Þessa vikuna tínast inn myndir úr starfinu í albúmið Jól 2020.