Hornsílaveiðar

Hornsíli
Hornsíli

Nemendur í 4.og 5.bekk fóru à föstudaginn 10.september í vettvangsferð í leit að hornsílum.

Það voru ekki allir mjög bjartsýnir þar sem allir lækir voru þurrir og pollurinn þar sem Rex stóð var yfirfullur af drullu.

Hópurinn arkaði nú samt af stað niður að “drullupollinum” við Rex og hófust handa við að leita. Nemendur óðu út í og báru drulluna upp á bakka og leituðu og leituðu og á endanum fundum við alveg helling af sílum. Nemendum fannst þetta mjög skemmtilegt og gaman að sjá hversu áhugasamir allir voru. Við fengum frábært veður svo ferðin var enná skemmtilegri.

Við fluttum nokkur sílu með okkur upp í skóla og komum þeim fyrir í fiskabúri sem verður í stofunni okkar næstu daga.