Bílar verða til.
Nemendur í 1. - 3. bekk héldu lokahátíð í morgun, nokkrar nýjar myndir komnar í albúmið.
Þau komu fram, sögðu frá sögu bílsins, úr hverju hann er, sungu tvö lög.
Afrakstur vinnunar var svo til sýnis í kennslustofum þeirra.
Fyrri frétt:
Nemendur á yngsta stigi hafa verið að læra um bíla síðustu daga.
Komdu og skoðaðu bílinn er námsbók sem þau hafa verið að vinna með í byrjendalæsinu.
Í morgun voru nemendur að byrja að búa til bíla úr pappa og ýmsu efni sem til fellur.
Einnig voru nokkrir krakkar í bílabingó og fleiri verkefnum.