Lesum meira.
Skólar Fjarðabyggðar eru aðilar að verkefni sem nefnist læsi er lykillinn. Verkefnið er liður í Læsisstefnu Fjarðabyggðar sem hefur verið í gildi síðan árið 2015 en þá ritaði Fjarðabyggð undir læsissáttmála við mennta- og menningarmálaráðuneytið og samtökin Heimili og skóla.
Einnig bendum við á gott efni frá Menntamálastofnun sem nefnist "Lesum meira" en þar sem talað er um að korter á dag sé gott viðmið til að lesa og vinna við lestrarnám barna. Á síðunni er meðal annars rétt rúmlega 2 mínútna myndband sem útskýrir mikilvægi heimalesturs. Við hvetjum foreldra og nemendur til að skoða það.