Nemendur í 2. og 3. bekk
Þessir fjörugu nemendur í 2. og 3. bekk eru búinir að vera í lestrarátaki. Þann 12. nóvember höfðu þeir lesið 2572 blaðsíður en þá hófst átakið og var ákveðið að þegar þeir væru búin með 5000 blaðsíður yrði eitthvað skemmtilegt gert.
Nemendurnir komu með hugmyndir af því hvað væri hægt að gera. Þann 1. desember var takmarkinu náð og 536 blaðsíðum betur. Í dag var svo slegið til veislu þar sem krakkarnir komu í kósýfötum með tuskudýrin sín, fóru í lyftunni upp á háloft og þar voru einhverjir skrýtnir sveinar í felum og biðu eftir að komast um bæinn til að gefa í skóinn. Einnig var farið í koddaslag, spilað á spil, horft á mynd og í nestistímanum fengu svo allir svolítið góðgæti.
Takk fyrir kæru foreldrar að styðja vel við bakið á ykkar börnum, án ykkar hefði þetta tekið lengri tíma.
Kennarar og stuðningsfulltrúar í 2. - 3. bekk