Miðvikudaginn 19. apríl fer stór hluti starfsfólks Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar í námsferð til Gdansk í Póllandi. Farið verður með beinu leiguflugi frá Egilsstöðum sama dag kl. 14.55. Á fimmtudeginum er boðið upp á skólaheimsóknir og fræðslu sem tengjast minnkun plastnotkunar og farið í umhverfisskóla sem hefur það að markmiði að efla hlut umhverfismála í námi. Eins verður alþjóðlegur einkaskóli sóttur heim en þar eru 450 börn af 40 þjóðarbrotum. Á föstudeginum er ríkisrekinn tónlistar- og grunnskóli heimsóttur og annar skóli þar sem áherslan er á hugarfar vaxtar. Á laugardeginum er frjáls dagur og áætluð heimkoma kl. 15.15, sunnudaginn 23. apríl.