Í nóvember tóku nemendur í 6. - 10. bekk þátt í nemendahluta Skólapúlsins. Þátttaka var mjög góð, 47 af 48 nemendum tóku þátt í könnuninni að þessu sinni.
Skólapúlsinn mælir sérstaklega virkni nemenda, líðan og heilsu og skóla og bekkjaranda. Niðurstöður voru jákvæðar á flestum sviðum. Nemendur eru: virkari en áður, líður betur í skólanum og skóla og bekkjarandi er jákvæðari.
Samt sem áður þarf að setja sér markmið að gera talsvert betur þar sem við erum undir landsmeðatali t.d. varðandi: þrautseigju í námi og aga í kennslustundum. Í vikunni sem leið vann starfsfólk skólans, skólaráð, nemendaráð og allir nemendur í 6. - 10. bekk að hugmyndum til úrbóta.
Þær hugmyndir verða settar inn á padlet sem að verður opinn öllum fljótlega.
Það er frábært þegar allt skólasamfélagið vinnur saman að úrbótum og hugmyndum fyrir skólann og þökkum við öllum kærlega fyrir þátttökuna.
Hér má sjá myndir frá vinnunni