Heil og sæl,
Eins og fram hefur komið í fréttum og í bréfum til foreldra þá eiga leik- og grunnskólar að halda starfi sínu áfram þrátt fyrir samkomubann, frá 16. mars til 3. apríl þegar páskafrí hefst. Skólastarfið verður þó háð töluverðum takmörkunum til að takmarka smit eins og unnt er. Ákveðin viðmið hafa verið gefin út sem skólum er ætlað að starfa eftir:
1. Nemendum skal skipti í hópa og mega aldrei fleiri en 20 nemendur vera saman í hóp. Þessir hópar verða að haldast óbreyttir allan þann tíma sem að nemendur eru í skólanum, þá hvort sem er í tímum, matmálstímum, frímínútum eða Skólaseli.
. Nemendahópar eiga núna að mæta í skólann á mismunandi tímum, er þetta gert til að koma í veg fyrir samgang á milli hópa. Við viljum biðjum foreldra að virða neðangreinda mætingatíma og láta
nemendur ekki mæta of snemma:
1. - 5. bekkur mætir kl. 08:00 (eins og venjulega)
6. - 7. bekkur mætir kl. 08:10
8. - 10. bekkur mætir kl. 08:20
2. Ekki má nota íþróttahús, sundlaugar eða verkgreinastofur svo hefðbundin kennsla í þessum greinum fellur niður en tímarnir nýtti á annan hátt. Íþrótta- og sundtímar verða teknir utandyra þegar veður leyfir. Í einstaka tilfellum hefur þurft að stytta skóladaginn hjá ákveðnum hópum og hafa umsjónarkennarar sent póst til foreldra þess efnis.
3. Frá og með morgundeginum 17. mars, verður skólinn lokaður fyrir allri utanaðkomandi umferð, að skólinn er eingöngu opinn fyrir nemendur og starfsmenn. Foreldrar verða því að sækja börnin sín við innganga skólans.
. Börnum í Skólaseli verður fylgt niður í útidyragang þegar þeirra vistunartími er búinn og taka foreldrar við þeim þar. Ef foreldrar þurfa að koma skilaboðum til starfsmanna Skólasels þá hringja þeir í
síma: 841-2301 / 475-9020
. Þar sem þessi takmörkun hefur gert starf skólanna einhæfara þá viljum við benda foreldrum á, að ef þeir hafi tök á að stytta skólavist barnanna í Skólaseli þá væri það æskilegt, ekki síst barnanna
vegna.
4. Á meðan á takmörkun stendur á skólastarfinu þá mun skólinn hætta að bjóða upp á hafragrautinn í nestistímanum á morgnana en ávextir verða áfram í boði. Við viljum biðja foreldra að senda börnin með auka nesti ef þið teljið að þau þurfi það.
5. Við viljum biðja foreldra að gæta þess að börnin komi klædd eftir veðri og séu tilbúin í útivist (t.d. í íþróttatímum). Mikilvægt er að nemendur mæti með húfu og vettlinga í skólann svo nemendur leitist ekki eftir því að fá húfur/vettlinga lánaða frá öðrum nemendum eða úr vanskilahólfum.
Mikil vinna hefur verið lögð í að endurskipuleggja starf skólans fyrir næstu daga en viðbúið er að einhverjir hnökrar getir orðið til að byrja með. Við viljum biðja foreldra að ræða þessi mál við börnin og brýna fyrir þeim að mikilvægt sé að fara eftir þeim reglum sem nú eru settar á skólastarfið vegna þessara aðstæðna sem nú eru uppi og eru án fordæma.
Kveðja,
Skólastjórnendur