Útinám

Útinám er mikilvægur hluti skólastarfsins og getur haft jákvæð áhrif á félagslega og persónulega færni nemenda. Það er einnig mikilvægt að nemendur læri að bera virðingu fyrir umhverfi sínu. 

Í allan vetur hafa nemendur í 3. og 4. bekk verið í útinámi, einu sinni í viku, óháð veðri og vindum. 

Í dag fóru nemendur yfir öryggi í kringum opinn eld og fengu sér að sjálfsögðu pylsu til þess að fara yfir hvernig ætti að nota eld til eldunar. Útiveran endaði síðan á skemmtilegu sprelli. Við hvetjum ykkur til að skoða myndir frá deginum hér

Fyrirhugað er að auka vægi útikennslu í skólastarfinu.