Á haustdögum var velferðarvika í grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Þar sem nemendur og starfsfólk komu saman á sal og dönsuðu, fóru í hláturjóga, sungu, spiluðu og svo margt fleira. Í kjölfarið voru allir sammála því að það væri gaman að gera þetta oftar. Við ákváðum því í samráði við leikskólann og tónskólann að skella á söngstund alla miðvikudaga frá kl. 11:50 - 12:00. Fyrsta söngstundin okkar af mörgum var í dag, Valdimar, Begga, Máni, Elsa og Dagný sáu um hana. Þetta var alveg ótrúlega skemmtilegt og við hlökkum til næsta miðvikudags.