Vorferð 8. bekkur

Nemendur 8. bekkjar (það vantar tvo)
Nemendur 8. bekkjar (það vantar tvo)
Vorferð 8.bekkjar Fimmtudaginn 27. maí fórum við í 8.bekk til Norðfjarðar á bóndabæinn Skorrastað. Þar fórum við á hestbak, skoðuðum geitur, kindur, kanínur, hænur og litla krúttlega hænuunga og hittum hundinn Pipar. Þegar við fórum á hestbak var einn brúnn hestur sem heitir Skarpur alltaf að prumpa og það var dálítið fyndið. Eftir það fórum við í fjárhúsið og kíktum á hænur, kindur, kanínur og geitur. Í fjárhúsinu sáum við kind bera litlu lambi og bóndinn sagði að það væri fyrsta af þremur hjá henni. Okkar uppáhaldsdýr var heimalningurinn Atlavíus sem sparkaði í andlitið á Krystian þegar hann var að spyrna sér úr fanginu á honum (við eigum mynd af því). Svo fórum við inn í Neskaupstað að vitanum sem er í endanum á bænum og þar er mjög flottur útsýnispallur þar sem maður sér yfir í Hellisfjörð og Viðfjörð (við sem héldum að Eskifjörður væri næsti fjörður við Norðfjörð. Þar hittum sæta stráka sem voru í bæjarvinnunni rétt hjá og veifuðum og þeir veifuðu til baka. Svo hittum við þá aftur á Hótel Capitano þar sem við fórum á pizza-hlaðborð í hádeginu. Eftir allt þetta fórum við á Olís á Reyðarfirði og fengum okkur ís. Svo skutluðu Tinna og Andri okkur heim.
Miðvikudaginn 2. júní fórum við svo ásamt 7. bekk á Franska safnið þar sem Fjóla Þorsteins  safnstjóri leiddi hópinn.