Stundaskrár

Stundaskrár allra árganga má sjá hér að neðan

Skóladagurinn hjá öllum nemendum hefst kl. 8.10 alla daga vikunnar. Skólinn opnar kl. 7.45 og þá eru nemendur velkomnir og fara þá beint í sínar stofur þar til kennsla hefst kl. 8.10. Starfsfólk tekur vel á móti nemendum og sér til þess að öllum líði vel í byrjun dags.

Fyrstu tvær kennslustundirnar eru frá kl. 8.10 - 8.50 og frá kl. 8.50 - 9.30. Milli kl. 9.30 - 9.40 er ávaxtastund hjá öllum nemendum áður en haldið er í frímínútur sem eru frá kl. 9.30 - 9.55. Yngsta stigið tekur ávaxtastund í sinni bekkjarstofu en miðstig og unglingastig fá ávexti í matsalnum.  Hægt er að skrá nemendur í ávexti og grænmeti hjá ritara og kostar það kr. 2000 hvern mánuð fyrir sig. 

Í frímínútum frá kl. 9.30 - 9.55 fara nemendur í 1. - 7. bekk út og nemendur í 8. - 10. bekk eru hvattir til að fara út en mega vera inni ef þau kjósa svo. Þeir mega þó ekki vera í kennslustofunum en hafa aðgang að bókasafninu og Eyjunni. Gæsla í frímínútum er í höndum stuðningsfulltrúa og skólaliða í bland við kennara og stjórnendur. 

Næst taka við þrjár kennslustundir hjá nemendum eða milli 09:55-11:55. Eftir það fara nemendur í mat; yngsta stig byrjar að borða í matsalnum. Á meðan fara nemendur á miðstigi (5.-7. bekkur) út í frímínútur og nemendur á unglingastigi (8.-10. bekkur) hafa val um að vera inni eða fara út. Eftir kl 12:10 eiga nemendur á yngsta stigi að vera búnir að borða og fara þeir þá út í frímínútur til kl 12:25. Á sama tíma tekur við matartími á MIS og US.  Matseðilinn má finna hér á heimsíðunni en allur matur er eldaður á staðnum.

Í lok skóladags hjá öllum þurrka umsjónarmenn af borðum í stofunum, sópa og skilja snyrtilega við stofuna. Þeir nemendur í 1. - 3. bekk sem eru í Skólaselinu fara svo með starfsfólki í Skólaselið og eru áfram í Skólamiðstöðinni þar til þeirra vistun lýkur. Vistunin getur verið mismunandi eftir dögum en þó ekki lengur en til kl. 16:15. 

Misjafnt er milli daga hversu lengi aðrir bekkir eru í skólanum en aldrei þó lengur en til 14:30.

 Á föstudögum ljúka allir nemendur skóladeginum kl. 13.05. 

Þegar skóladagurinn er langur hvetjum við nemendur til að hafa með sér nesti til að borða milli kennslustunda. 

Leitast er við að bæta stundatöfluna í takt við skólaþróun og breytingar í samfélaginu. 

1. bekkur

2. bekkur

3. bekkur

4. bekkur

5. bekkur

6. bekkur

7. bekkur

8. bekkur

9. bekkur

10. bekkur