Í gær fóru nemendur unglingastigs í heimsókn í Loðnuvinnsluna þar sem þau fengu kynningu á starfsemi fyrirtækisins. Nemendum var skipt upp í hópa og fengu þau bæði kynningu og að prófa mismunandi störf í deildum fyrirtækisins. Deildarnar sem tóku á móti þeim voru rafdeild, frystihús, vélaverkstæði, bræðslan, skrifstofan og Hoffellið. Um borð í Hoffellinu fengu þau kynning á þeim fjölbreyttu störfum sem þar eru unnin.
Eftir kynningarnar fengu allir nemendur veitingar í Wathneshúsinu en þar var í boði pizzur, gos og nammi í eftirrétt. Það að ná að láta svona dag verða að veruleika krefst mikils skipulags og lagði margt af starfsfólki Loðnuvinnslunnar vinnu sína til hliðar til að taka á móti okkar nemendum. Við viljum enn og aftur þakka fyrirtækinu og öllu starfsfólkinu kærlega fyrir daginn enda var hann bæði fræðandi og ánægjulegur. Það er ómetanlegt fyrir skólastarfið að fá kynningu sem þessa fyrir nemendur.
Dagur eins og þessi styður við markmið sem verið er að ná fram með markvissri náms- og starfsfræðslu í skólanum, en með henni verða nemendur færari í að takast á við breytilegar aðstæður sem byggja á sjálfsþekkingu og færni. Fjölbreytt innsýn í raunverulegt atvinnulíf gefur nemendum vitneskju sem nýtist þeim bæði nú og til framtíðar. Einnig gerir slík innsýn nemendur hæfari í að afla sér upplýsinga og takast á við skil milli skólastiga eða skóla og atvinnulífs.