Lilja Dís varð í 3.sæti í Stóru Upplestrarkeppninni. Til hamingju!
Nú líður senn að páskum en það hefur verið margt að gera í GF síðustu vikur. Nemendur 7.bekkjar spreyttu sig í upplestrarkeppni hér í GF og þar báru Lilja Dís og Fannar Helgi sigur úr býtum en Rakel Góa var varamaður. Allir nemendur stóðu sig vel í upplestri og mega vera stolt af sínum árangri. Í Stóru Upplestrarkeppninni varð Lilja Dís svo í 3.sæti og óskum við henni til hamingju með það.
Við gerðum verkefni í tilefni Sjónlistadagsins 13.mars og flestir nemendur hafa litað fjaðrir til að búa til listaverk sem prýðir nú matsalinn okkar.
Framundan hjá okkur er páskaföndur á sal með öllum nemendum skólans og við höldum einnig upp á Alþjóðlega Downs-daginn (Fögnum margbreytileikanum) með því að mæta í mislitum sokkum fimmtudaginn 21.mars.
Myndir af Upplestrarkeppninni og fleiru koma má skoða í albúmi.