Nemendur í 7. bekk takast árlega á við hið ágæta verkefni sem hefur nafnið, Stóra upplestrarkeppnina. Þar æfa þeir vandaðan upplestur og allt sem honum fylgir. Eva Ösp Örnólfsdóttir stýrði sínum nemendum í verkefninu.
Fulltrúar Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar í lokakeppninni voru Svavar Óli Garðarsson og Hafþór Gestur Sverrisson. Þeir öttu síðan kappi við aðra fulltrúa skólanna í Fjarðabyggð miðvikudaginn 26. mars. Sú keppni fór fram í Eskifjarðarkirkju. Svavar Óli og Hafþór Gestur stóðu sig með mikilli prýði og svo fór að Svavar Óli lenti í öðru sæti. Við óskum honum innilega til hamingju með þennan flotta árangur. Við óskum þeim Svavari Óla og Hafþóri Gesti innilega til hamingju með frábæran upplestur, það var mikill sómi að þeirra flutningi.
Hlekkur á myndir frá keppninni er að finna hér.
Frétt á vef Fjarðabyggðar um keppnina má finna hér.